top of page

Halli Birgis slátraði Gull-deildinni!

  • Writer: Helgi Pjetur
    Helgi Pjetur
  • Aug 31, 2023
  • 1 min read

Um liðna helgi fór fram 4. umferð Novis deildarinnar. Tveir leikmenn frá PFH léku í efstu deild, eða Gulldeildinni. Halli Birgis gerði sér lítið fyrir og vann alla sína 8 leiki og tryggði sér 1. sætið sannfærandi. Helgi Pjetur þreytti frumraun sína í Gulldeildinni en náði aðeins að sigra tvo leiki og þarf að sætta sig við fall niður í Silfur-deildina aftur.


Það voru fleiri PFH félagsmenn í eldlínunni á sunnudag. Brynja Herborg spilaði gríðarlega vel í Bronsdeild, náði 2. sæti og tryggði sér því sæti í Silfurdeild í 5. umferð. Kristinn Sveinn Pálsson náði 2. sæti í Kopardeild og tryggði sér því sæti í Bronsdeild. Magnús Gunnlaugsson sigraði í Sinkdeild, Bjarki Guðvarðarson náði 2. sæti í Stáldeild og hinn efnilegi Jóhann Fróði Ásgeirsson sigraði Pappadeild.


Comments


bottom of page