top of page

Vitor og Ingibjörg Íslandsmeistarar í Pílukasti 2023

Íslandsmótið í Pílukasti 2023 fór fram á Bullseye Reykjavík í dag. Tæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks sem gerir mótið að fjölmennasta Íslandsmótinu til þessa. 72 karlar og 15 konur tóku þátt.
Í úrslitaviðureign karla mættust okkar maður, Vitor Charrua og Hörður Þór Guðjónsson og fóru leikar 7-3 fyrir Vitor sem þýðir að Vitor er Íslandsmeistari karla í pílukasti 2023. Þetta er annar íslandsmeistaratitill Vitors, en hann vann síðast árið 2019.


Úrslitaleikur kvenna var hreinn PFH leikur þar sem Ingibjörg Magnúsdóttir og Brynja Herborg mættust en þar hafði Ingibjörg betur 7-4 og vinnur því Íslandsmeistaratitilinn 3. árið í röð og í 6. skiptið á sínum píluferli.

Í 3. – 4. sæti í kvennaflokki var önnur PFH-dama hún Isabelle Nordskog sem tryggði sér í leiðinni þátttökurétt í Úrvalsdeildinni með árangri sínum í dag.
0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page