top of page

Félagsmenn PFH að gera góða hluti!

Íslandsmeistarmót Ungmenna fór fram nú á dögunum, eða laugardaginn 11.maí, í aðstöðu PFR.

Þrjátíu og þrír þátttakendur, 26 drengir og sjö stúlkur, voru skráð til leiks.

 

PFH átti tvo félagsmenn sem tóku þátt í ár en það voru þau Jóhann Fróði og Emilía Rós.

Jóhann Fróði tók þátt í U-18 en féll út í 8 manna eftir æsispennandi leik þar sem hann rétt tapaði 3-2.


Jóhann Fróði hefur verið ákaflega duglegur í pílunni undanfarið og tekið miklum framförum. Hann hefur verið virkur þáttakandi í flestum þeim mótum sem hafa verið í boði og vann t.d. sínar deildir í Flórídanadeildinni í tvígang.
Emilía Rós tók þátt í U-18, en hún lenti í úrslitum á móti Nadíu Ósk. Viðureignin var æsispennandi og var jafnt á með þeim stöllum þegar staðan var 3-3.

Emilía komst í 1-0 á móti kasti, Nadía vann síðan tvo leggi í röð og staðan því orðin 1-2 fyrir Nadíu. Að loknum 6 leggjum var staðan jöfn 3-3 eins og áður segir en það fór svo að lokum að Emilía vann síðustu tvo leggina og þar með viðureignina 5-3 og tryggði sér Íslandsmeistara titilinn U-18 þriðja árið í röð.Þá voru Emilía og Jóhann Fróði einnig valin í landslið U-18 sem mun fara utan til Riga í Lettlandi núna í júlí og spilar á WDF Europe Cup Youth, Emilía gaf ekki kost á sér í þetta sinn sökum anna.


PFH óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn sem og velfarnaðar í komandi verkefnum.0 comments

Commentaires


bottom of page