top of page

REGLUR Í LIÐAMÓTUM PFH

Samþykkt í stjórn PFH í ágúst 2023

Liðamót PFH er fyrir leikmenn sem hafa skráð sig sem félagsmenn Pílukastfélags Hafnarfjarðar með fulla eða gestaaðild.  Liðamót PFH eru leikin tvisvar á ári, haust-tímabil (ágúst til desember) og vor-tímabil (janúar til apríl). 

 

Lið sem skrá sig í Liðamót PFH geta óskað eftir því hvort þau leiki í A eða B deild út frá styrkleika liðsins.  Stjórn PFH áskilur sér hinsvegar rétt til að gera breytingar á röðun deilda út frá fjölda skráninga hverju sinni og styrkleika liða.

 1.   Leikdagar og leiktímar

  1. Leikdagar í A-deild skulu vera á þriðjudögum og hefjast leikir stundvíslega kl. 19:30
     

  2. Leikdagar í B-deild skulu vera á miðvikudögum og hefjast leikir stundvíslega kl. 19:30

 2.   Frestun og/eða seinkun leikja

  1. Lið skal vera fullskipað með að minnsta kosti 3 leikmönnum og tilbúið að hefja leik á settum tíma. Ef aðeins 2 leikmenn eru mættir þá getur liðið spilað leikinn, en þarf alltaf að gefa einn leik í einmennings-leikhlutum og tvo leiki í „sjöunni“.  Ef lið er ekki mætt til leiks á settum tíma og hefur ekki látið vita með ósk um seinkun eða frestun tapast leikurinn 0-14 í A-deild eða 0-10 í B-deild. 
     

  2. Ef lið A kemst ekki til leiks gegn liði B þarf fyrirliði liðs A að setja sig í samband við fyrirliða liðs B með amk 4 klst fyrirvara og óska eftir því að fresta eða seinka leik. Fyrirliði liðs B hefur fullt vald til að hafna beiðninni. Þá sigrar lið B leikinn 14-0 í A-deild eða 10-0 í B-deild.  Ef fyrirliði B samþykkir frestun eða seinkun þurfa fyrirliðar að koma sér saman um nýjan leiktíma í samráði við Píluklúbbinn.  Ef ekki hefur fundist nýr leiktími og leikur hefur ekki verið spilaður áður en næsta umferð hefst skal skrá lið B sem sigurvegara 14-0 í A-deild eða 10-0 í B-deild.
     

  3. Ef lið hefur í tvígang ekki mætt í leik og hefur þurft að gefa tvo leiki verður liðið skráð úr keppni og öll úrslit þess gegn öðrum liðum verða ógild.

 3.   Leikskýrslur  [A-deild]  [B-deild]

  1. Spila skal eftir leikskýrslu sem PFH útvegar á leikdegi.  Á leikskýrslu kemur fram hvort liðið skal hefja leiki og hvort liðið skal skrifa leiki.
     

  2. Leikskýrslu er skipt upp í nokkra mismunandi leikhluta. (T.d. 501 einmenningur, Krikket tvímenningur, Sjöan o.s.frv.).  Lið safna sér stigum fyrir hvern leikhluta.
     

  3. Fyrirliðar skulu velja hvaða leikmenn spila leikhluta og rita þá á leikskýrslu.  Ef fyrirliði er ekki mættur skal einhver einn leikmaður liðsins taka hans hlutverk og sjá um ritun á leikskýrslu.  Eftir hvern leikhluta ritar fyrirliði vinninga síns lið í þar til gerða reiti á skýrslunni. 
    ATH! Aðeins einn leikmaður í hverju liði ritar leikskýrslu.

     

  4. Í upphafi leiks skal leikskýrsla brotin saman í miðju blaðsins (lóðrétt) þannig að þegar heimalið hefur skrifað hvaða leikmenn spila tiltekinn leikhluta þá afhendir fyrirliði heimaliðs fyrirliða útiliðs skýrsluna þannig að fyrirliði útiliðs sér ekki hvaða leikmenn heimaliðs spila tiltekinn leikhluta.
     

  5. Aðeins skal skrá leikmenn á einn leikhluta í einu.  Þannig velur t.d. fyrirliði hvaða þrír leikmenn spila í 501 einmenning og ritar aðeins þá þrjá leikmenn á skýrsluna.  EKKI skal skrá leikmenn í næsta leikhluta fyrr en leikhlutinn á undan er búinn.
     

  6. Í lok leiksins undirrita fyrirliðar leikskýrslu hins liðsins. Þ.e. fyrirliði heimaliðs ritar undir leikhlutum og stigum útliðs og öfugt.

 4.   Almennar leikreglur

  1. Allir leikir (nema Sjöan) eru best af 3 leggjum. Á leikskýrslu kemur fram hvor leikmaður  eða leikmenn byrja fyrsta legg.  Ef leikur fer í oddaleik skal „búlla“ upp á hvor leikmaður byrjar oddaleik.  Sá leikmaður sem byrjaði fyrsta legg skal byrja á að „búlla“.
     

  2. Í 501 og 301 skal „búllað“ fyrir sigri í legg eftir 15 umferðir (45 pílur)
     

  3. Leikmenn mega í engum tilfellum gefa leggi eða leiki. Mæti leikmaður ekki til leiks eða leikur augljóslega þannig að hann sé viljandi að tapa leik áskilur PFH sér rétt til að ræða við aðra leikmenn í umræddum leik og getur vísað keppanda úr liðamótinu.
     

  4. Ekki má yfirgefa keppnissal á meðan á leik stendur. Ef leikmaður yfirgefur keppnissal á meðan á leik stendur tapast sá leikur og einstaklingi verður vísað frá keppni.

 5.   Tvímenningar

  1. Tvímenningslið ákveða í upphafi leiks hvor leikmaður kastar fyrstur fyrir sitt lið.  Leikmaðurinn skal kasta fyrstur fyrir sitt lið í öllum leggjum tvímenningsins. Gildir þetta um alla tvímenningsleiki í liðamótum.

 6.   Sjöan (Síðasti leikhluti á leikskýrslu)

  1. Í sjöunni er spilaður 501 einmenningur
     

  2. Spila skal tvo leiki í einu í sjöunni. Ekki má hefja þriðja leik fyrr en fyrstu tveir leikirnir eru báðir búnir. Sama gildir með leik 5 og 6, þeir skulu ekki hefjast fyrr en leikir 3 og 4 eru báðir búnir.  Sjöan klárast því alltaf með 4, 6 eða 7 leikjum.

 7.   Meðferð áfengis og annara vímuefna

  1. Leikmenn skulu stilla áfengisdrykkju í hóf og sýna bæði andstæðingum og liðsfélögum virðingu með því að mæta á réttum tíma á línu og trufla ekki leikmenn sem eru í leik.
     

  2. Sé leikmaður í liðamóti áberandi ölvaður áskilur PFH sér rétt til að vísa leikmanni frá mótstað og áminna hann.  Ef leikmaður gerist aftur brotlegur áskilur PFH sér rétt að setja leikmann í bann frá liðamóti PFH.
     

  3. Öll notkun annara vímuefna er stranglega bönnuð

 8.   Reglur skrifara

  1. Skrifari er dómari leiksins og skal ávallt vera hlutlaus í garð keppenda, jafnvel þó hann sé liðsfélagi annars leikmannsins.
     

  2. Skrifari á að snúa að spjaldi, vera sem mest kyrr og er óheimilt að tala að óþörfu eða að horfa til keppenda á meðan á leik stendur.
     

  3. Skrifari má ekki tala við leikmenn NEMA aðspurður, skrifari má ekki segja leikmanni í hvaða tölu, og/eða tölur hann á að kasta. Aðspurður skal skrifari gefa upp hvað skorað hefur verið og hvað stendur eftir.
     

  4. Keppandi má ekki reikna fyrir skrifara, heldur á að bíða þar til skrifari hefur reiknað út skor eða það sem eftir stendur.  Keppandi skal gera athugasemd við skor áður en pílur eru teknar/fjarlægðar úr spjaldi.  Ef pílur hafa verið teknar úr áður en skrifari nær að reikna, þá fær keppandi 0 stig í því kasti. Það er skylda keppanda að tryggja að skrifari sé með rétt skor ÁÐUR en hann/hún tekur pílurnar úr spjaldinu.
     

  5. Geri skrifari reiknivillu skal hún leiðrétt ÁÐUR en að keppandi kastar fyrstu pílu í næsta kasti. Eftir það stendur það sem skráð var.

 9.   Lok deildar

  1. Sigurvegari deildarinnar er það lið sem hefur sigrað flesta leiki eftir lokaumferðina.
     

  2. Ef tvö lið eru með jafn marga sigra í lok deildar skal notast við eftirfarandi röð til að skera úr um sigurvegara (tiebreakers)
     

    1. Innbyrgðis úrslit liðanna

    2. Heildarfjöldi stiga í deild (hámark 14 stig í hverjum leik)

    3. Leggja-sigurhlutfall % í deild
       

  3. Ef þrjú eða fleiri lið eru með jafn marga sigra í lok mótsins skal notast við eftirfarandi röð til að skera úr um sigurvegara (tiebreakers)
     

    1. Innbyrgðis úrslit liðanna

    2. Stigafjöldi í innbyrgðis-viðureignum (hámark 14 í hverjum leik)

    3. Heildarfjöldi stiga í deild (hámark 14 stig í hverjum leik)

    4. Leggja-sigurhlutfall % í deild
       

  4. ​Lið í 1. og 2. sæti B-deildar vinna sér rétt til að leika í A-deild á næsta tímabili. Liðin geta hins vegar ákveðið að halda áfram að spila í B-deild kjósi þau að gera það.  Stjórn PFH áskilur sér hins vegar alltaf rétt til að gera breytingar og krefja efstu tvö lið B-deildar til að spila í A-deild ef það hentar betur fyrir uppröðun deildana.  Stjórn PFH getur hins vegar aldrei sent lið sem hafa unnið sér rétt til að leika í A-deild aftur niður í B-deild þvert á óskir liðsins.

 10.   Bikarkeppni

  1. Ef stjórn PFH tekur ákvörðun um að halda bikarkeppni í lok tímabils skal raða liðum í útslátt út frá stöðu þeirra í deildarkeppni.  T.d. ef átta lið léku í deildarkeppni skal lið í 1. sæti mæta liði í 8. sæti í 1. umferð. 
     

  2. Leikir í bikarkeppnum eru spilaðir eftir sama fyrirkomulagi og leikir í deildarkeppni og gilda allar ofangreindar reglur.
     

  3. Ef leikur í bikarkeppni endar í jafntefli skal leika svokallað odda-einvígi til að skera úr um sigurvegara.  Odda-einvígi skal spilað sem tvímenningur „best af 3“. Fyrirliðar velja leikmenn í odda-einvígi.  Fyrsti leggur í odda-einvígi skal vera hefðbundin 501 leggur.  Annar leggur í odda-einvígi skal vera 301 leggur með tvöföldum inn.  Ef odda-einvígi endar í oddaleik skal oddaleikur vera krikket-leggur.

bottom of page