Okkar eigin Halli gerði sér lítið fyrir og henti í 9 pílur í upphafi æfingar hjá afrekshópi PFH í kvöld. Það var að sjálfsögðu spennuþrungið andrúmsloftið í Píluklúbbnum þegar hann setti 7. pílu í 60 og svo 8. pílu í 57, en það kom ekki hik á Halla sem hélt flæðinu í gegn og setti 9. píluna í 24. Fullkomið!
Í kjölfarið brutust út mikil fagnaðarlæti eins og við var að búast.
Til hamingju Halli með áfangann. Vonandi sjáum við þetta aftur fljótlega í móti :)
Comments