top of page

Vitor og Brynja Herborg pílukastarar ársins 2023

Íslenska Pílukastsambandið hefur valið pílukastara ársins 2023 og voru þau Brynja Herborg Jónsdóttir úr PFR og Vitor Charrua úr PFH sem hlutu tilnefninguna að þessu sinni. Viðurkenningar verða veittar á aðalfundi ÍPS sem fram fer þann 17. janúar 2024.

Brynja Herborg varð RIG meistari kvenna í pílukasti á þessu ári og Íslandsmeistari í Cricket. Hún komst í úrslitaleik Íslandsmótsins og sigraði einmenningshluta Íslandsmóts félagsliða. Hún endaði einnig með hæsta meðaltal kvenna í ÍPS deildinni (54,49) og komst alla leið í silfurdeild. Henni gekk einnig vel á mótum utan landsteinanna og var ein fjögurra kvenna sem var valin í landslið Íslands í pílukasti sem tók þátt Heimsbikarmóti WDF í Danmörku og komst hún í 32 manna úrslit í einmenningshluta mótsins.

Vitor Charrua varð Íslandsmeistari karla í pílukasti á árinu 2023. Hann var einnig valinn í landslið Íslands sem tók þátt á Heimsbikarmóti WDF. Hann varð einnig efsti Íslendingurinn á stigalista Norðurlandsmótaraðar PDC Nordic og Baltic og varð fyrsti Íslendingurinn ásamt Hallgrími Egilssyni til að taka þátt á PDC World Cup of Darts sem fram fór í júní. Hann vann sér einnig þátttökurétt í Úrvalsdeildinni í pílukasti en þar tókst honum þó ekki að verja titil sinn frá fyrra ári.



0 comments
bottom of page