top of page

Aðalfundur PFH 2023

Stjórn PFH hefur á stjórnarfundi ákveðið að halda Aðalfund félagsins þann 5. september nk. kl. 17:30 í Píluklúbbnum í Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 64.


Á aðalfundi verða m.a. eftirfarandi hlutir teknir til umræðu

  • Félagsgjöld fyrir árið 2024

  • Umræða og kosning um inngöngu í ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar)

  • Ársreikningur 2022 lagður til samþykktar félagsmanna

  • Kosning á þremur stjórnarmönnum. Gjaldkera, varaformanni og meðstjórnanda auk tveggja varamanna

  • Önnur mál

Félagsstörf / Stjórnarstörf Stjórn PFH hvetur félagsmenn til að bjóða sig fram í stjórn félagsins og hjálpa PFH að halda áfram að vaxa, dafna og blómstra áfram sem stærsta og sigursælasta pílufélag landsins. Í þessu formi hér á pfh.is er hægt að bjóða sig fram í bæði stjórnarstörf og/eða annars konar sjálfboðastörf fyrir félagið.




Fundargerðir

Stjórn PFH hefur ákveðið að birta samþykktar fundargerðir stjórnarfunda hér á pfh.is þannig að félagsmenn geti séð þær umræður og ákvarðanir sem teknar eru í stjórn PFH.





0 comments

Comments


bottom of page