Í dag fór fram PFH Meistaramót í 301 einmenning. Keppt var í flokki karla og kvenna og var sýnt frá helstu leikjum í beinni útsendingu. Hægt er að horfa á leikina hér
16 karlar mættu til leiks og var leikið í 4 riðlum. Vitor Charrua stóð uppi sem PFH meistari karla eftir 6-3 sigur í úrslitaleik gegn Kidda Páls. Í þriðja sæti var Brynjar Bergþórsson.
5 konur kepptu í einum riðli og svo útslætti. Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir sigraði í riðlinum og einnig í útslættinum og varð því PFH meistari kvenna.
Emilía sigraði Hörpu Nóadóttur 5-3 í úrslitaleik. Í 3. sæti varð Brynja Björk Jónsdóttir.
Comments