top of page

Henrik Hugi & Íris Harpa sigra í unglingamóti PingPong.is


PFH systkinin Henrik Hugi og Íris Harpa Helgabörn sigruðu hvorn sinn flokkinn í fyrsta unglingamóti PingPong.is hjá Pílukastfélagi Kópavogs um liðna helgi. Sjá frétt af vef PKK


Íris Harpa sem er 8 ára gömul sigraði í flokki 6 - 11 ára. En þess má geta að hún kastaði sínum pílum úr fullorðinslengd og á fullorðinshæð spjalds.



Bróðir hennar, Henrik Hugi (15 ára), sigraði í flokki 12-18 ára eftir æsispennandi leik við annan snilling úr PFH, Jóhann Fróða Ásgeirsson.




Það má því með sanni segja að framtíðin sé björt hjá ungliðum í PFH. Næstu helgi fer fram DARTUNG #3 sem er ungliðamót á vegum ÍPS. Mótið fer fram í Reykjanesbæ en PFH hvetur alla krakka til að skrá sig í mótið hér


PFH vill nota tækifærið og þakka PKK fyrir frábært framtak og glæsilega aðstöðu sína í íþróttahúsinu við Digranes í Kópavogi.





Myndir: PKK.IS

0 comments

Comments


bottom of page