Það styttist í að hausttímabilið hefjist af fullum krafti í pílunni. Liðamót PFH hefur göngu sína á ný þann 22. og 23. ágúst nk. Skráning er hafin og er skráningafrestur til og með 17. ágúst nk.
Eins og áður verður skipt í A og B deild þar sem raðað er eftir styrkleika.
Á síðasta tímabili (vor 2023) voru það liðsmenn PFG sem unnu bæði deildar- og bikarkeppnina í A-deild, en það var í 2. skipti sem liðið sigrar deildarkeppni í liðamóti PFH. Þess má geta að PFG (Pílufélag Garðabæjar) var nýlega samþykkt sem nýtt aðildarfélag hjá ÍPS. PFH óskar PFG innilega til hamingju með þetta frábæra skref
Í B-deild voru það Wolfpack sem unnu einnig bæði deildar og bikarkeppnina. Þeir færast því sjálfkrafa upp í A-deild.
Comments