Allir áhugasamir píluspilarar, vanir og óvanir, geta gengið í PFH, Pílukastfélag Hafnarfjarðar. Ársgjaldið fyrir veturinn 2021-2022 verður 14.000 kr. fyrir tímabilið 2021-2022. Innifalið í gjaldinu er ársgjald til ÍPS sem gefur rétt til þátttöku í ýmsum mótum og viðburðum á vegum sambandsins. Allir PFH-meðlimir fá aðgang að Píluklúbbnum á sérkjörum og inneign að auki í spjaldaleigu. Allir meðlimir PFH eru fullgildir meðlimir félagsins og geta keppt í innanfélagsmótum PFH, bæði liðamótum og einstaklingsmótum, sem og fyrir hönd PFH eins og áður segir á vegum ÍPS eða annara félaga. Athugið að Píluklúbburinn er sjálfstætt rekin píluaðstaða og þar eru allir velkomnir, ekki þarf að vera meðlimur í PFH til að mæta, leigja spjald og kasta pílum. Sjá á Píluklúbburinn fyrir nánari upplýsingar, opnunartíma og tímabókanir. Skráningu í PFH er hægt að gera í þessu formi okkar!.
Hér fyrir neðan er hægt að opna skjalið með leikjunum framundan vorið 2022.
Liðamót PFHÞriðja liðamóti PFH lauk fyrir áramót en þá var leikið í einni stórri deild með 14 liðum og varð það Uginn sem stóð uppi sem sigurvegari með flesta sigra eftir eina umferð. PFH óskar liðsmönnum Ugins til hamingju með titilinn. Liðsmenn Ugins eru Ingibjörg Magnúsdóttir, Baldur Ingólfsson, Dagbjartur Harðarson, Jón Björn Geirsson, Vitor Charrhua. Jesper Poulsen, Ívar Jörundsson og Kristján Sigurðsson.
Liðamót PFHÖðru liðamóti PFH sem leikið var eftir áramót lauk í júní og var það lið Darty Deeds sem stóð uppi sem sigurvegari. Eftir riðlakeppni undanfarna mánuði var komið að úrslitadegi sem haldinn var í Píluklúbbnum. Leikið var með útsláttarfyrirkomulagi og tókst dagurinn einkar vel. Liðsmenn Dartý Deeds eru Isabella, Kamil og Hólmar.
Liðið fékk afhendan glæsilegan farandsbikar sem afhendur verður hér eftir sigurvegururum Liðamóta PFH. Hann verðu nú næst afhendur aftur eftir næstu liðamótskeppni sem stendur yfir frá næsta og með næsta hausti. PFH óskar Darty Deeds til lukku með titilinn Liðamótsmeistarar PFH vorið 2021.
Hér eru allir skorreitir píluspjaldsins fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna á einu A4 blaði. Fínt að prenta út og hengja upp í æfingaaðstöðunni heima til að æfa sig í að reikna reiti saman. Æfingin skapar meistarann!
SkorreitirPíluklúbburinn - Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði. Opnunartíma má sjá á piluklubburinn.is eða á FB-síðu þeirra og nánari upplýsingar um spjaldaleigu og tímapantanir er hægt að fá í síma 770-4642
FélagsaðstaðaPíluklúbburinn12 lið voru skráð í vetur í fyrsta liðamóti PFH þar sem liðin hafa keppt á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum þegar það hefur verið leyft af yfirvöldum v/ samkomutakmarkanna og sóttvarna. Mótið hefur tekist mjög vel og mun klárast upp úr miðjum mars. Nýtt liðamót er áætlað að hefjist í lok mánaðarins og verður skráningin í það auglýst vel. Lið þurfa að hafa minnst þrjá liðsmenn en ekkert takmark er á fjölda í hverju liði.
Liðamót PFHHægt er að skoða safn æfinga- og kennsluefni hér á pfh.is í valmynd undir „Ýmsar upplýsingar“ eða með því að smelll á „Skoða nánar“ hér fyrir neðan
Fylgið okkur á Instagram, við setjum reglulega inn myndir frá starfinu okkar :)
PFH hélt PFH OPEN 2022 nýverið og það í fyrsta skipti frá endurstofnun félagsins. Góð þátttaka var á mótinu og almenn ánægja með það meðal keppenda. Það voru þau Karl Helgi Jónsson og Ingibjörg Magnúsdóttir sem sigruðu í karla og kvennaflokki og fengu þau veglega farandsbikara til varðveislu fram að næsta móti. PFH óskar þeim til hamingju með árangurinn.
PFG varð í upphafi árs liðamótsmeistari Pílukastfélags Hafnarfjarðar. Þetta var fjórða liðamót sem félagið heldur og var keppt í tvískiptum A og B deildum. Liðsmenn PFG stóðu uppi sem sigurvegarar með flest stig eftir að hafa keppt við öll liðin í A-deildinni. Liðsmenn PFG eru Eggert Jónsson, Elías Karl Guðmundsson, Guðni Þorsteinn Guðjónsson, Hallgrímur Egilsson, Jakob Arnar Októson, Sindri Rósenkranz og Þorsteinn Magnússon. PFH óskar þeim til hamingju með árangurinn.
501 MEISTARAR 2022! Það voru þau Ingibjörg Magnúsdóttir og Ástþór Ernir sigruðu á laugardaginn var á meistaramóti PFH og voru þau því krýndir meistarar 2022 í 501 einmenningi! Bæði voru þau að verja titla sína frá því í fyrra sem er frábær árangur! PFH óskar þeim til hamingju með titlana sína!
Pílukastfélag Hafnarfjarðar, PFH, er félag sem býður upp á vettvang fyrir alla sem hafa áhuga á pílukasti til að hittast í skemmtilegum félagsskap annara píluspilara. PFH er í samstarfi við Píluklúbbinn Reykjavíkurvegi 64 um aðstöðu fyir mót og æfingar. Félagsmenn njóta sérkjara á spjaldaleigu á öðrum kvöldum sem ekki eru á vegum PFH.
Allir sem áhuga hafa geta gengið í PFH. Ársgjald PFH er 14.000 kr. út árið 2021-2022. Þeir sem eru í öðrum félögum og vilja líka vera í PFH greiða 10.000 kr. (sleppa ÍPS gjaldinu). Hér er form frá ÍPS sem hægt er að fylla út og skrá sig í PFH (við fáum póst frá ÍPS) og verðum í sambandi. Hægt er að millifæra gjaldið á reikning okkar (sjá neðst á síðunni) og þá fá meðlimir aðgang að félagssíðu PFH á Facebook (PFH skráðir meðlimir).
Með því að smella hérna er hægt að lesa nánar um liðamótin og hvernig þau virka. Liðamótið er aðalfélagsstarf PFH sem er í gangi tvisvar í viku yfir veturinn en þar mynda félagsmenn sín keppnislið og keppa einn leik gegn hvort öðru á hverju keppniskvöldi.
PFH býður öllum áhugasömum píluspilurum að vera með. Í félaginu eru iðkendur á öllum getustigum og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Byrjendur fá leiðsögn og geta fengið lánaðar pílur til að byrja með hjá Píluklúbbnum með spjaldaleigu. Haldin eru mót flest kvöld vikunar af Píluklúbbnum sem hægt er að taka þátt í rólegheitum.
Þriðjudags- og miðvikudagskvöld eru liðamótskvöld PFH þar sem skráðir meðlimir keppa með sínum liðum. Allir meðlimir PFH geta búið til lið og skráð sig til leiks fyrir upphaf hvers tímabils. Nánari æfingar og mót eru auglýst í FB-grúppunni okkar en önnur kvöld eru einstaklingsmót.
PFH og Píluklúbburinn eru byrjuð að bjóða upp á æfingar fyrir börn og ungmenni. Þá er hægt að nýta frístundastyrk Hafnarfjarðarbæ til að æfa pílukast. Nánari upplýsingar fást í Píluklúbbnum en verkefnið er í umsjón Ingibjargar og Vitors.
Píluklúbburinn munu halda stök mót í allan vetur í Píluklúbbnum, bæði virk kvöld og um helgar. Liðsmenn PFH eru félagar í ÍPS geta svo keppt á öllum mótum á vegum ÍPS yfir veturinn. Píluklúbburinn auglýsir í hverri viku hvað er um að vera hvert kvöld og allir geta tekið þátt. Það þarf ekki að vera meðlimur til að mæta í Píluklúbbinn og/eða taka þátt í mótum þar og þá er er einnig hægt að leigja spjöld þegar opið er fyrir einstaklinga og hópa.
Píluklúbburinn tekur á móti hópum. Frábært tækifæri fyrir skemmtikvöld hjá hópum sem vilja koma í pílukast og njóta léttra veitinga á staðnum. Píluklúbburinn er félagsaðstaða PFH en er einkarekinn Píluklúbbur fyrir alla sem vilja. Ekki þarf að vera meðlimur í PFH til að mæta á kvöldmót eða mæta til að leigja spjöld. Sjá nánar á piluklubburinn á Facebook eða hafa samband fyrir spjaldaleigu í síma: 770-4642
PFH, Pílukastfélag Hafnarfjarðar, var starfrækt fyrir aldamót í nokkur ár en var svo lagt niður árið 1998. Félagið lá í dvala en PFH var síðan endurvakið vorið 2020 og voru stofnmeðlimir hins nýja félags 18 talsins. Markmið félagsins er að efla og skipuleggja pílukast í Hafnarfirði og nágrenni, ásamt því að stuðla að þróun og bættu aðgengi að íþróttinu. Einnig mun félagið vinna í uppbyggingu á pílukasti fyrir ungmenni á svæðinu. Þannig er PFH vettvangur fyrir pílukastara að hittast, æfa, keppa og hafa gaman. Í dag rúmlega ári frá nýju upphafi og stofnfundinum eru hátt í 100 manns skráðir í félagið og liðakeppni hafin með 17 liðum. Þá hafa keppendur PFH farið á einstaklingsmót og meðal annars unnið RIG 2021 í keppni kvenna.
Við ætlum að fjölga meðlimum í félaginu og efla pílukast sem íþrótt og veita um leið áhugasömum vettvang til að taka þátt í starfinu og skemmtilegan félagsskap um leið. Með faglegu starfi og góðri aðstöðu að vopni bjóðum við öllum að vera með í PFH.
Pílukast er vaxandi íþróttagrein og við trúum að með góðri umgjörð og öflugu starfi sé hægt að fá fleiri til að kasta pílum, hver og einn á sínum forsendum, hvort sem það er til að leika sér, keppa innan félagsins eða keppa fyrir hönd félagsins bæði í liðakeppni og í einstaklingsmótum á opnum mótum.
PFH ætlar að eiga keppnisfólk í fremstu röð í íslandsmótum og á sama tíma að bjóða byrjendur velkomna. Við ætlum að bjóða upp á verkefni fyrir alla og eins og hver og einn kýs innan félagsins. Þá langar okkur að bjóða upp á pílukast fyrir börn og unglinga fyrst félaga í Hafnarfirði. Okkur langar að eiga landsliðsfólk í fremstu röð á Íslandi.
Við ætlum að verða flottasta pílukastfélag landsins. Við viljum stuðla að framgangi íþróttarinnar og trúum að pílukast sé ein af mest ört stækkandi íþróttagrein landsins. Við ætlum að efla pílukast á Íslandi með góðu starfi og reka um leið flott félag en með því að gera hlutina vel og fjölga iðkendum á öllum aldri stækkar íþróttin og framförin verður meiri.
Valgeir er annar formaður PHF frá 2020 en hann hefur verið þátttakandi í félaginu frá fyrsta stofnfundi þess árið 2020.
Stökk inn sem virkur varamaður í stjórn PFH sem tók til starfa 2021 og tók svo við sem faraformaður 2022.
Meistari í fjármálum og skipulagningu á mótum og liðakeppnum og sú sem heldur utan um alla félaga PFH. Keppnismanneskja fram í fingurgóma.
Spilaði smá sem krakki pílu og byrjaði svo aftur eftir um 25 ára hlé eftir að hafa horft á HM í pílu í sjónvarpinu 2019. Bjó til merki PFH og sér um grafík félagsins.
Einn efnilegasti spilari PFH og ástríðumaður um gott pílukast og hefur eftir HM 2019 verið forfallinn áhugamaður um pílukast. Líklegur til afreka í framtíðinni.
Stökk inn sem virkur varamaður í stjórn PFH sem tók til starfa þegar félagið hafði stækkað ört veturinn 2020-2021.
Varamaður í stjórn PFH sem tók til starfa þegar félagið hafði stækkað ört veturinn 2020-2021.
Ef þú ert að leita að öllu sem við kemur pílukasti, hvort sem það eru spjöld, pílur, ljós eða og aukahlutir, þá mælir PFH með vörum frá www.kastid.is. Kastid.is er til dæmis umboðsaðili Winmau og Red Dragon á Íslandi sem eru hágæða píluvörur. Kíktu á úrvalið á vefverslun KASTID.is eða kíktu við á opnunartíma í Píluklúbbnum til að skoða.
Píluklúbburinn er félagsaðstaða PFH en er einkarekinn Píluklúbbur fyrir alla sem vilja. Ekki þarf að vera meðlimur í PFH til að mæta á kvöldmót eða mæta til að leigja spjöld. Sjá nánar á piluklubburinn á Facebook eða með því að kíkja við á Reykjavíkurveg 64 (bakatil). Sími: 770-4642
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurn eða vilt vita hvernig þú byrjar þá getur þú sent okkur skilaboð í forminu hér til hliðar (sem fer svo beint áfram á pfh@pfh.is). Við erum líka á Facebook undir „Pílukastfélag Hafnarfjarðar“ (sjá facebook-icon líka hér fyrir neðan) og skráðir félagar eru svo í „PFH skráðir félagsmenn“ grúppunni okkar á Facebook.
Píluklúbburinn
Reykjavíkurvegi 64 (baka til)
220 Hafnarfjörður
Sími: 770-4642 (Ingibjörg)
piluklubburinn.is
Netfang: piluklubburinn@piluklubburinn.is